Ný lína 66°Norður og Ganni frumsýnd í Kaupmannahöfn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 08:46 Frá Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Adam Katz Sinding 66°Norður og danska merkið Ganni frumsýndu fjórðu samstarfslínu sína á tískuvikunni i Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding Tíska og hönnun Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding
Tíska og hönnun Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira