Helvítis geðveikin Sigríður Karlsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar