„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2023 09:01 Strætóleiðin frá Selfossi til Reykjavíkur endar í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. „Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“ Strætó Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“
Strætó Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira