Og hvað svo? Tryggvi Sch. Thorsteinsson skrifar 2. febrúar 2023 14:30 Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun