Guð hvað mér líður illa! Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 2. febrúar 2023 07:30 Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar