Lífið

Bassi Maraj: „Þetta sýndi mér hvað mig langar að gera í lífinu“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent.
Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent. Stilla/Vísir

Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um allt milli himins og jarðar, þar á meðal hvaða áhrif raunveruleikaþættirnir Æði hafa haft á líf hans.

Bassi skipar stóran sess í þessum vinsælu raunveruleikaþáttum og hefur einnig gefið út EP plötu og nokkur lög undir nafninu Bassi Maraj. Síðastliðna mánuði hefur hann unnið hörðum höndum að nýju efni og meðal annars unnið með tónlistarfólki úti í hinum stóra heimi. 

Hér má sjá brot úr viðtalinu:

Klippa: Bassi Maraj byrjaði ferilinn í Rímnaflæði

„Ég alveg tók þátt í rímnaflæði öll árin,“ segir Bassi Maraj um upphaf tónlistarferilsins og á þá við öll árin sín á unglingastigi. Aðspurður hvort það séu til myndbönd af því svarar hann:

„Nei, guð. Og ekki fara að leita að þeim!

En það var alveg sick. Ótrúlega gaman og ég alveg elska að búa til texta.“

Bassi er nú að byrja að skjóta fimmtu seríu af raunveruleikaþáttunum Æði og segir lífið hafa breyst á jákvæðan hátt frá því að þetta verkefni hófst fyrir nokkrum árum síðan.

„Mér finnst ég vera meira opinn fyrir öllu og þetta er bara ótrúlega gaman.

Þetta sýndi mér hvað mig langar að gera í lífinu. Og það er bara production, jafnvel þótt ég sé bara manneskja sem sækir vatn.“

Fjórða þátt af Körrent má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.


Tengdar fréttir

Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk

Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×