Kostar sitt ef þú ætlar að sjá LeBron slá stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 15:31 LeBron James heldur alltaf í þá hefð sína að kasta upp púðri fyrir leiki. Hér gerir hann það fyrir leik Los Angeles Lakers í nótt. AP/Frank Franklin II) LeBron James nálgast óðum stigametið í NBA-deildinni og í nótt var hann með þrefalda tvennu í 129-123 sigri Los Angeles Lakers á New York Knicks. Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum