Flugfélagið Flyr gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 21:16 Fyrsta flugferð félagsins fór í loftið í júní árið 2021. Nú er ljóst að þær verða ekki fleiri. Getty/Joan Valls Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00