HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 18:00 Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ. ÍSÍ Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.
A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500
ÍSÍ Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira