Sport

Faðir Djokovic stillti sér upp á mynd með stuðningsfólki Pútín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Feðgarnir Novak Djokovic og Srdjan Djokovic sjást hér saman.
Feðgarnir Novak Djokovic og Srdjan Djokovic sjást hér saman. Getty/Marko Metlas

Novak Djokovic þykir líklegur til að vinna Opna ástralska meistaramótið í tennis sem stendur nú yfir en á meðan hann er að gera góða hluti inn á vellinum er faðir hans að koma sér í fréttirnar fyrir aðrar sakir.

Srdjan Djokovic, er staddur í Melbourne í Ástralíu til að fylgjast með syni sínum spila en þar getur Novak Djokovic unnið sinn 22. risatitil á ferlinum og ástralska mótið í tíunda skiptið.

Srdjan hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að stilla sér upp á mynd með stuðningsfólki Vladímírs Pútín.

Fólkið var með rússneskan fána með andliti Pútín fyrir utan keppnisvöllinn Melbourne Park á Opna ástralska meistaramótinu.

Í myndbandi á Youtube vefnum sést Srdjan eyða tíma með fólkinu og stilla sér upp á mynd.

Ástralska tennissambandið hafði bannað áhorfendum að bera eða sýna rússneska eða hvít-rússneska áróðursborða á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×