Fótbolti

UEFA stækkar Þjóðadeildina en fækkar leikjum Íslands í undankeppni HM og EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason í baráttu við Jose Solomon Rondon hjá Venesúela.
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason í baráttu við Jose Solomon Rondon hjá Venesúela. Getty/Robbie Jay Barratt

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, samþykkti í gær breytingar á bæði Þjóðadeildinni sem og á undankeppnum heimsmeistaramótsins og Evrópumótsins.

UEFA mun stækka Þjóðadeildina en til þess að koma í veg fyrir fleiri leiki þá fækkar sambandið á móti leikjum í undankeppni HM og EM.

Breytingarnar taka gildi eftir september 2024.

Hér eftir mun verða til átta liða úrslit í Þjóðadeildinni og fara þau fram í mars. Fjögurra liða úrslit fara áfram fram í júní og riðlakeppni Þjóðadeildarinnar endar í nóvember árið á undan.

UEFA fækkar leikjum Íslands og annarra þjóða í undankeppnum HM og EM með því að fjölga riðlum sem þýðir um leið færri leikir.

Hér eftir verða riðlarnir tólf í undankeppnunum og þar með bara fjögur eða fimm lið í riðlinum.

Í undankeppni EM 2024 þá eru tíu riðlar og Ísland er sem dæmi í einum af þremur riðlinum sem eru með sex þjóðir. Ísland spilar því tíu leiki í undankeppni EM 2024 en í næstu undankeppni á eftir verða leikirnir bara sex eða átta.

Úrslitakeppni Evrópumótsins verður hins vegar ekki stækkuð og mun innihalda áfram 24 þjóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×