Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. vísir/sigurjón Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira