„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 22:44 Kötturinn frægi úr myndbandi Bjarkar, sem fer hreinlega með stórleik. skjáskot „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? „Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023 Tónlist Kettir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023
Tónlist Kettir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira