Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2023 08:01 Að mati Loga Geirssonar er Guðmundur Guðmundsson kominn á endastöð með íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. Logi var gestur í Handkastinu þar sem farið var yfir frammistöðu Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þar lét landsliðsmaðurinn fyrrverandi gamminn geysa og gagnrýndi leikmenn og þjálfara íslenska liðsins. Í lok þáttar var Logi spurður út í það hvernig framhaldið yrði hjá íslenska liðinu sem endaði í 12. sæti á HM. Logi var afdráttarlaus í sínum svörum. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni.“ Logi er kominn með nóg af tilhneigingu Guðmundar að tala andstæðinga Íslands upp og tilraunir hans til að ýta pressunni af íslenska liðinu. „Ég þoli ekki þessi viðtöl við Guðmund og alla þessa minnimáttarkennd gagnvart, það má ekki tala þetta upp og pressa. Hvaða f-ing aumingjaskapur er þetta. Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á þetta. Ég nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að hlusta á þessi viðtöl annað stórmót,“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast en hvernig þessu var stýrt núna, ég er ekki sáttur við það. Þetta eru mesti vonbrigðin í keppninni hingað til. Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara. Ekki meira svona.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Logi var gestur í Handkastinu þar sem farið var yfir frammistöðu Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þar lét landsliðsmaðurinn fyrrverandi gamminn geysa og gagnrýndi leikmenn og þjálfara íslenska liðsins. Í lok þáttar var Logi spurður út í það hvernig framhaldið yrði hjá íslenska liðinu sem endaði í 12. sæti á HM. Logi var afdráttarlaus í sínum svörum. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni.“ Logi er kominn með nóg af tilhneigingu Guðmundar að tala andstæðinga Íslands upp og tilraunir hans til að ýta pressunni af íslenska liðinu. „Ég þoli ekki þessi viðtöl við Guðmund og alla þessa minnimáttarkennd gagnvart, það má ekki tala þetta upp og pressa. Hvaða f-ing aumingjaskapur er þetta. Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á þetta. Ég nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að hlusta á þessi viðtöl annað stórmót,“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast en hvernig þessu var stýrt núna, ég er ekki sáttur við það. Þetta eru mesti vonbrigðin í keppninni hingað til. Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara. Ekki meira svona.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira