Segðu frá Jokka G Birnudóttir skrifar 23. janúar 2023 13:00 Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun