Handbolti

Gaf andstæðingi hnéspark í punginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Young-jun Park hnésparkar í punginn á Rodrigo Salinas.
Young-jun Park hnésparkar í punginn á Rodrigo Salinas.

HM í handbolta í Svíþjóð og Póllandi heldur áfram að bjóða upp á furðulegar uppákomur. 

Á fimmtudaginn var Bandaríkjamaðurinn Paul Skorupa rekinn af velli fyrir að bíta Husain Al-Sayyad í leik liðanna. Bareinar unnu leikinn, 32-27.

Í gær gaf Suður-Kóreumaðurinn Young-jun Park svo reynsluboltanum og fyrirliðanum Sílemanna, Rodrigo Salinasm hnéspark í punginn í leik liðanna í Forsetabikarnum.

Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu Park svo rauða spjaldið. Bláa spjaldið fylgdi með og því spurning hvort Park fái eitthvað lengra bann fyrir hnésparkið.

Park virðist hafa látið mótlætið fara í skapið á sér því Sílemenn unnu leikinn sjö mörkum, 33-26. Þeir urðu efstir í sínum riðli í Forsetabikarnum.

Ísland mætti Suður-Kóreu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar unnu leikinn með þrettán marka mun, 38-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×