Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:01 Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu tíu mörk saman á móti Val um helgina. Vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina. Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira