„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 08:02 Guðmundur Guðmundsson er með samning sem þjálfari íslenska liðsins fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 en litlar sem engar líkur er að hann komi íslenska liðinu þangað. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær. Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira