„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 08:02 Guðmundur Guðmundsson er með samning sem þjálfari íslenska liðsins fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 en litlar sem engar líkur er að hann komi íslenska liðinu þangað. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær. Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira