Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Eva Hauksdóttir skrifar 22. janúar 2023 16:30 Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknamistök á HSS Eva Hauksdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun