Handbolti

Twitter eftir tapið gegn Svíum: Eigum að vera að gera mikið betur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru utan hóps í kvöld.
Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru utan hóps í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola fimm marka tap gegn Svíum á HM í handbolta í kvöld. Tapið er dýrt fyrir liðið sem þarf nú að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum, en eins og við var að búast fylgdist íslenska þjóðin vel með leiknum og lét skoðanir sínar í ljós á Twitter.

Óhætt er að segja að stressið hafi verið mikið hjá íslensku stuðningsfólki fyrir leik og ekki batnaði staðan þegar fréttir af því að fyrirliðinn Aron Pálmarsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Svíarnir byrjuðu leikinn betur, en íslenska liðið fann þó fljótt taktinn og þar var Gísli Þorgeir Kristjánsson fremstur meðal jafningja.

Svíar leiddu með einu marki í hálfleik og fleiri slæmar fréttir bárust úr herbúðum íslenska liðsins. Ómar Ingi Magnússon virtist meiddur.

En leikurinn hélt áfram og síðari hálfleikurinn fór af stað mað látum.

Svíar náðu fljótlega tökum á leiknum. Kristján Örn Kristjánsson átti flotta innkomu í hægri skyttuna, en Palicka reyndist okkar mönnum erfiður í markinu og okkar menn klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru.

Svíar unnu að lokum fimm marka sigur og svekkelsið leyndi sér ekki hjá íslenskum stuðningsmönnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×