Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 16:05 Fúsi fisksali er svartsýnn á leikinn gegn Svíum á eftir en biður til Guðs að hann hafi rangt fyrir sér hvað varðar sína spá. Vísir/Egill Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða