Hvað kostar Þjóðarhöllin? Halldór Eiríksson, Reynir Sævarsson og Sigþór Sigurðsson skrifa 20. janúar 2023 13:30 Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun