Lífið

Kvenna­bósinn kominn með nýja dömu upp á arminn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Nýjasta par Hollywood?
Nýjasta par Hollywood? Getty/Alberto E. Rodriguez- Dimitrios Kambouris

Pete Davidson, einn umtalaðasti kvennabósi Hollywood þessa dagana, er kominn með nýja kærustu ef marka má slúðurmiðla vestanhafs.

Pete Davidson er nafn sem hefur skotist hratt fram á sjónarsviðið. Hann hafði vissulega skapað sér nafn sem grínisti í þáttunum Saturday Night Live en í dag má segja að hann sé jafn þekktur fyrir þann tilkomumikla lista af konum sem hann hefur átt í sambandi við.

Davidson var trúlofaður tónlistarkonunni Ariönu Grande. Aðrar fyrrverandi kærustur hans eru fyrirsætan Kaia Gerber, leikkonan Phoebe Dynevor og leikkonan Kate Beckinsale. Frægast er þó samband hans við athafnakonuna Kim Kardashian en þau hættu saman í ágúst á síðasta ári.

Davidson sat þó ekki auðum höndum lengi því stuttu eftir sambandsslitin byrjaði hann að hitta ofurfyrirsætuna Emily Ratajkowski. Það virðist þó hafa verið stutt gaman því nú er Davidson kominn með nýja dömu upp á arminn.

Léku á móti hvort öðru

Sú heppna heitir Chase Sui Wonders og er bandarísk leikkona. Wonders er 26 ára gömul, aðeins þremur árum yngri en Davidson. Þau léku á móti hvort öðru  í spennutryllinum Bodies, Bodies, Bodies sem kom út á síðasta ári.

Davidson og Wonders hafa undanfarnar vikur sést saman á götum New York borgar, á íshokkíleik og nú síðast í skemmtigarðinum Universal Studios. Þau leiddust um garðinn og virtist afar vingott á milli þeirra. Undir lok stefnumótsins náðist svo myndskeið af parinu að kyssast í rúllustiganum á leið út úr garðinum.

Þeir sem vilja fræðast en betur um hið umtalaða kvennagull Pete Davidson geta horft á nýjasta þátt Teboðsins, en þeirra nýjasti þáttur var tileinkaður honum.


Tengdar fréttir

Kastar öllu frá sér þegar Kim býður honum með sér í sturtu

Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Kardashians er væntaleg á Hulu í lok september en í þáttunum er fylgst með lífi og leik fjölskyldumeðlima hinnar ofurfrægu Kardashian fjölskyldu sem fólk virðist bara ekki fá nóg af. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×