Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2023 10:01 Ísland mun fá rosalegan stuðning í Gautaborg á morgun frá sprenglærðum stuðningsmönnum. Þeir geta mætt snemma og stutt við bakið á Grænhöfðaeyjum og Brasilíu ef þeir vilja, því það gæti gagnast Íslandi. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn. Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira