„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Images Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira