„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 12:32 Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. vísir/Sigurjón Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025. Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig. Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig.
Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira