Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2023 10:38 George Santos hefur verið staðinn að umfangsmiklum lygum um feril sinn og mörgum spurningum er ósvarað um fjármál hans. EPA/WILL OLIVER Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira