Öll vötn falla til Hafnarfjarðar Haraldur F. Gíslason skrifar 18. janúar 2023 11:00 Það hefur lengi legið ljóst fyrir að löngu er orðið tímabært að stíga það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla. Kennarar á leikskólastiginu hafa undanfarin ár valið í of miklum mæli að kenna á grunnskólastiginu. Launin hafa verið nákvæmlega eins hjá leik- og grunnskólakennurum síðan 2014 en ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Hafnarfjarðarbær hefur nú fyrst allra sveitarfélaga stigið það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla í samvinnu kennara á leikskólastiginu og í samstarfi við Félag leikskólakennara. Hafa allir 17 leikskólar Hafnarfjarðarbæjar samþykkt tillögu þess efnis í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags leikskólakennara í skólunum. Markmiðið er að búa til aðlagandi starfsaðstæður fyrir kennara á leikskólastiginu, fjölga kennurum í leikskólum sveitarfélagsins, auka þar með fagmennsku og bæta gæði náms börnum til heilla. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Hlutfallið var 28% árið 2020 í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Þessu vill Hafnarfjarðarbær breyta og er tilbúinn að stíga markviss skref svo það takist. Í leikskólum Hafnarfjarðar var kosið meðal kennara um fulla styttingu eða 36 stundir á viku en viðvera verður áfram 40 stundir á viku yfir árið. 26 dagar á ári eru teknir út í svokölluðum „Betri vinnutíma í leikskólum“ um jól, páska, sumar og í vetrarfríi. Ávinnast þeir með uppsöfnun styttingar vinnuvikunnar og 3 dagar verða veittir til endurmenntunar. Skólaár í leik- og grunnskólum er því orðið sambærilegt hjá Hafnarfjarðarbæ. Betri vinnutími í leikskólum og nýtt skólaár hefur tekið gildi og fyrsta úttekt á „Betri vinnutíma í leikskóladögum“ var núna um jólin 2022. Það er vert að hrósa Hafnarfjarðarbæ fyrir þá forystu sem sveitarfélagið hefur tekið í því að bæta starfsaðstæður kennara á leikskólastiginu. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni og hvort þetta skref muni fjölga leikskólakennurum í leikskólum sveitarfélagsins og jafna flæðið á milli skólastiganna. Er það okkar von að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið ljóst fyrir að löngu er orðið tímabært að stíga það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla. Kennarar á leikskólastiginu hafa undanfarin ár valið í of miklum mæli að kenna á grunnskólastiginu. Launin hafa verið nákvæmlega eins hjá leik- og grunnskólakennurum síðan 2014 en ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Hafnarfjarðarbær hefur nú fyrst allra sveitarfélaga stigið það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla í samvinnu kennara á leikskólastiginu og í samstarfi við Félag leikskólakennara. Hafa allir 17 leikskólar Hafnarfjarðarbæjar samþykkt tillögu þess efnis í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags leikskólakennara í skólunum. Markmiðið er að búa til aðlagandi starfsaðstæður fyrir kennara á leikskólastiginu, fjölga kennurum í leikskólum sveitarfélagsins, auka þar með fagmennsku og bæta gæði náms börnum til heilla. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Hlutfallið var 28% árið 2020 í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Þessu vill Hafnarfjarðarbær breyta og er tilbúinn að stíga markviss skref svo það takist. Í leikskólum Hafnarfjarðar var kosið meðal kennara um fulla styttingu eða 36 stundir á viku en viðvera verður áfram 40 stundir á viku yfir árið. 26 dagar á ári eru teknir út í svokölluðum „Betri vinnutíma í leikskólum“ um jól, páska, sumar og í vetrarfríi. Ávinnast þeir með uppsöfnun styttingar vinnuvikunnar og 3 dagar verða veittir til endurmenntunar. Skólaár í leik- og grunnskólum er því orðið sambærilegt hjá Hafnarfjarðarbæ. Betri vinnutími í leikskólum og nýtt skólaár hefur tekið gildi og fyrsta úttekt á „Betri vinnutíma í leikskóladögum“ var núna um jólin 2022. Það er vert að hrósa Hafnarfjarðarbæ fyrir þá forystu sem sveitarfélagið hefur tekið í því að bæta starfsaðstæður kennara á leikskólastiginu. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni og hvort þetta skref muni fjölga leikskólakennurum í leikskólum sveitarfélagsins og jafna flæðið á milli skólastiganna. Er það okkar von að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun