Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 20:01 Rannveig segir eiginlega alla á heimilinu finna fyrir slappleika og líkamlegum einkennum sem þau telja stafa af bílamengun. Fjölskyldan er búsett við Sæbraut, eina mestu umferðaræð Reykjavíkur. Vísir/Arnar Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“ Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25