Ólöglegar kökur Þorsteinn Guðmundsson skrifar 17. janúar 2023 13:01 Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun