Handbolti

HM í dag: Þjóðaríþróttin er handboltareikningur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Árni og Henry Birgir fara yfir stöðuna á HM.
Stefán Árni og Henry Birgir fara yfir stöðuna á HM. Vísir/vilhelm

Ísland mætir Suður-Kóreu í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á HM í handbolta. Eftir daginn getur Ísland bæði staðið uppi sem sigurvegari riðilsins og einnig lent í neðsta sæti riðilsins, sem telst reyndar mjög ólíklegt.

Leikur Íslands hefst klukkan 17:00 en að honum loknum hefst síðan viðureign Ungverja og Portúgal en úrslitin í þeim leik skiptir sköpum fyrir Íslendinga. Ísland þarf að treysta á að Portúgal vinni Ungverja til að eiga möguleika á því að vinna riðilinn.

Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson fara yfir stöðuna í HM í dag. Þar kemur meðal annars fram að nú byrjar gamli góði handboltareikningurinn.

Ef Ísland, Portúgal og Ungverjaland enda öll með jöfn stig, þá þarf að byrja reikna. 

Klippa: HM í dag - 5. þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×