Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Hinrik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 22:15 Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs. Vísir/Pawel Cieslikewicz Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. „Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“ Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira