Handbolti

Lærisveinar Alfreðs í góðum málum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands og fagnaði í dag enda hans menn í góðum málum á heimsmeistaramótinu.
Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands og fagnaði í dag enda hans menn í góðum málum á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty

Þjóðverjar unnu sinn annan sigur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Serbíu 34-33 í E-riðli keppninnar. Þjóðverjar eru nú líklegir til að taka fjögur stig með sér í milliriðil. 

Þjóðverjar unnu sigur á Katar í fyrsta leik sínum og leikurinn við Serbíu mikilvægur enda myndi sigur þýða að líklegt væri að þeir þýsku gætu tekið með sér fjögur stig í milliriðilinn.

Leikurinn var nokkuð jafn en þeir þýsku yfirleitt með frumkvæðið þó aldrei hafi munurinn orðinn mikill. Þjóðverjar leiddu 19-17 í hálfleik og héldu frumkvæðinu í þeim síðari. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 34-33, þar sem Serbía skoraði síðustu tvö mörkin í leiknum.

Lukas Mertens skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja í dag og Johannes Golla sex.

Þrír aðrir leikir fóru fram í dag. Holland vann tíu marka stórsigur á Norður-Makedóníu, Egyptaland vann Marokkó 30-19 og Belgar unnu Túnis 31-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×