Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 15:12 Sigfús telur eðlilegar ástæður fyrir því að það hafi vantað bensín á tankinn hjá leikmönnum íslenka liðsins í gær. Vísir/VIlhelm Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. „Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan: HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan:
HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira