Erlent

Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Salinas áin flæddi yfir bakka sína í Monterey-héraði og umlykur nú hús á svæðinu.
Salinas áin flæddi yfir bakka sína í Monterey-héraði og umlykur nú hús á svæðinu. ap

Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins.

Úrhellisrigning og rok hefur verið í Kaliforníu síðustu daga og ár hafa flætt yfir bakka sína og borið með sér aur og leðju. Þúsundir heimila hafa verið án rafmagns en því er einmitt beint til íbúa á stóru svæði í Kaliforníu að yfirgefa heimili sín. 

Spáð er „ham­fara­flóðum“ í daln­um þar sem áin Sal­in­as renn­ur. Með því að lýsa yfir neyðarástandi tryggir Joe Biden að ríkið fjármagni viðgerðir á húsnæði í ríkinu. Alls eru um 25 milljón manns sem búa á því svæði sem nú er vaktað sérstaklega vegna eðjuflóða. 

Fólk fylgist með flóðinu í Los Angeles.ap



Fleiri fréttir

Sjá meira


×