Handbolti

Stuðningsfólk íslenska liðsins hefur tekið yfir Kristianstad: Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er boðið upp á málningu fyrir leik og margir nýta sér það eins og sjá má hér.
Það er boðið upp á málningu fyrir leik og margir nýta sér það eins og sjá má hér. Vísir/Vilhelm

Það er mikil gleði meðal íslensku stuðningsmannanna sem hafa fjölmennt til Svíþjóðar til að hvetja strákana okkar áfram á móti Ungverjum í kvöld.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar annna leik sinn á HM í handbolta í Svíþjóð í dag og líkt fyrir sigurleikinn á móti Portúgal á fimmtudagskvöldið þá er mikil stemmning í Fan Zone.

Íslendingar hafa fjölmennt til Kristianstad en þó að hafi verið vel mætt á Portúgalsleikinn þá hefur Íslendingum í borginni fjölgað mikið síðan þá. Ísland á því örugglega stúkuna á móti Ungverjum á eftir.

Það má segja sem svo að stuðningsfólk íslenska liðsins hafi hreinlega tekið yfir Kristianstad.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson tók af íslenska stuðningsfólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×