Handbolti

„Eini sénsinn var að setja hann svona á milli lappanna á honum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markið í uppsiglingu.
Markið í uppsiglingu. Stöð 2

Ómar Ingi Magnússon skoraði stórkostlegt mark gegn Portúgal í gær sem verður lengi í minnum haft. Henry Birgir Gunnarsson hitti Ómar í dag og spurði hann út í þetta ótrúlega mark.

„Þetta var frekar basic undirhandar skot. Eini sénsinn var að setja hann svona á milli lappanna á honum, ég ætlaði bara að reyna koma honum á markið og það lukkaðist,“ sagði auðmjúkur Ómar Ingi í spjalli fyrr í dag.

„Ég veit það ekki, ég veit það ekki,“ sagði hægri skyttan aðspurð hvort þetta væri hans flottasta mark á ferlinum.

Aðspurður hvernig hann væri stemmdur fyrir leikinn gegn Ungverjum sagði Ómar Ingi:

„Þeir eru stórir og þungir, miklir skrokkar. Það verður líkamleg barátta sem við þurfum að vera klókir í, þurfum að nota hausinn okkar þar og líka vera fljótir á löppunum.“

Sjá má viðtalið við Ómar Inga sem og markið glæsilega í spilaranum ofar í fréttinni.


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að vera algjör proffi á svona stórmótum

„Það er frábært að byrja mótið á þessum tveimur punktum og þessi fjögur mörk sem við náum að vinna leikinn með eru mjög mikilvæg,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður íslenska landsliðsins, á æfingu liðsins í Kristianstad í Svíþjóð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×