The Banshees of Inisherin: Leiðindi í Inisherin Heiðar Sumarliðason skrifar 15. janúar 2023 12:16 Gömlu sameinaðir á ný. Nýjasta kvikmynd Martin McDonaghs, The Banshees of Inisherin, er nú komin í kvikmyndahús. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda (ekki allra samt) líkt og hans fyrri verk. Ég var mjög spenntur fyrir Banshees, enda ávallt hátíð á mínu heimili þegar nýtt efni kemur frá McDonagh, hvort sem það er nýtt leikverk eða kvikmynd. Ég hef verið aðdáandi hans síðan árið 2006, þegar ég sá uppsetningu Borgarleikhússins á Lonesome West (Vestrið eina), þar sem Björn Thors og Þröstur Leó fóru á kostum sem þrasgjarnir bræður - og það samkvæmt gúgli mínu í samstarfi við Ölgerðina(?). Á kunnuglegum slóðum McDonagh er hér á kunnuglegum slóðum; tveir menn að kýta og svo einn kjáni sem fylgir þeim til að létta stemninguna (þetta er uppskrift sem hann hefur notað oft áður, t.d. í leikverkinu A Skull in Conaghmara og stuttmyndinni Six Shooter). Brendan Gleeson lék einnig í Óskarsverðlaunastuttmynd Martin McDonaghs. Þetta er formúla sem hefur virkað vel fyrir hann og er ég 100% viss um það sé engin tilviljun að hann noti hana. McDonagh hefur áttað sig á að þessi þrískipting, sem líkist helst kenningu Freuds á skiptingu anda mannsins í id, ego og superego, sé eitthvað sem framleiðir sífelld átök fyrir dramamynd og því eins konar ofurfæða fyrir höfunda. The Banshees of Inisherin fjallar um Colm Doherty (Brendan Gleeson) og Pádraic Súilleabháin (Colin Farrell) sem eru vinir, þar til einn daginn - að því virðist upp úr þurru - Colm segist ekki lengur vilja vera vinur Pádraic og biður hann um að yrða ekki á sig framar. Eðlilega er Pádraic í losti yfir þessu, enda kannast hann ekki við að hafa gert nokkuð á hlut Colms. Pádraic lætur því ekki segjast og heldur áfram samskiptum við Colm, sem bregst við með því að segjast ætla að skera af sér fingur í hvert skipti sem Pádraic yrði á hann. Í kjölfarið neyðist Colm til að eiga þeim mun meiri samskipti við bæjarfíflið Dominic Kearney (Barry Keoghan, sem fer á kostum að vanda) og systur sína Siobhán (Kerry Condon). Betri í orði en á borði Á yfirborðinu virkar þetta sem frekar sniðug hugmynd, en þegar nánar er að gáð er hún uppfull af innbyggðum göllum. Kvikmyndir McDonaghs eru m.a. skemmtilegar vegna neistanna sem fljúga á milli hinna deilandi aðalpersóna, en hann kippir fótunum undan sjálfum sér með því að loka að mestu á samskipti Colms og Pádraics stóran hluta framvindunnar. Vegna þessa eru þessir fljúgandi neistar alltof sjaldgæfir og úr verður kvikmynd - og ég hélt að það væri ekki hægt að segja þetta um verk McDonaghs - sem er hreinlega leiðinleg. Mjög lýsandi mynd fyrir The Banshess of Inisherin. (Sem er einstaklega kaldhæðnislegt, þar sem ástæðan sem Colm gefur fyrir því að vilja ekki eiga samskipti við Pádraic, er sú að hann sé svo leiðinlegur.) Með The Banshees of Inisherin virðist McDonagh vera að færa sig nær evrópskum art house myndum. Hann hefur sennilega orðið leiður á því að vinna sífellt með svipaðan tón og því ákveðið að breyta til. Það er ekki þar með sagt að tóninn hans og stílbrögð séu farin, þetta er hins vegar allt meira lítilfjörlegt. Hvar er samhygðin? Kannski er það katalógur fyrri verka McDonagh sem veldur viðbrögðum mínum. Það er alltaf ákveðið fútt í því sem hann sendir frá sér, sem hann er búinn að tóna niður hér. Þetta hefði getað virkað ef hann hefði ekki flaskað á því að hlaða inn samhygð með persónunum í fyrsta leikþætti. Það gerir hann ekki, heldur byrjar bratt og fórnar samhengi sambands aðalpersónanna fyrir einn brandara: Maður gengur inn á bar og segir öðrum manni að hann vilji ekki vera vinur hans lengur...hilarity ensues. Eða ekki. Hvers vegna á mér að vera annt um þessa menn og að þeir séu ekki lengur vinir? Ég veit það ekki. Það er í raun alltof seint í framvindunni sem persóna Colin Farrell náði mér en þá var ég nú þegar hálfpartinn búinn að tékka mig út úr sögu þessara manna. Til að The Banshees of Inisherin hefði átt að ganga upp með fyrsta leikþátt sem skortir alla samhygðarhleðslu, hefði hún hreinlega þurft að vera fyndnari. McDonagh er hér hins vegar búinn að ákveða að dempa niður húmorinn og því ekki hægt að treysta á hann til að halda uppi upplifuninni. Það er ekki þar með sagt að leiktextinn sé ekki listilega vel skrifaður, hann er það sannarlega. Leikurinn er einnig fyrsta flokks, en það er bara ekki nóg. Þegar öllu er á botninn hvolft dettur mér helst í hug að líkja The Banshees of Inisherin við eitthvað má dást að en er þó erfitt að njóta. Niðurstaða: The Banshees of Inisherin er faglega unnin á alla máta en skortir of lengi hjarta og þegar það fer loks að slá er það um seinan. Bæjarfíflið Dominic Kearney reynir við systur Pádraics, hana Siobhán Súilleabháin. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ég var mjög spenntur fyrir Banshees, enda ávallt hátíð á mínu heimili þegar nýtt efni kemur frá McDonagh, hvort sem það er nýtt leikverk eða kvikmynd. Ég hef verið aðdáandi hans síðan árið 2006, þegar ég sá uppsetningu Borgarleikhússins á Lonesome West (Vestrið eina), þar sem Björn Thors og Þröstur Leó fóru á kostum sem þrasgjarnir bræður - og það samkvæmt gúgli mínu í samstarfi við Ölgerðina(?). Á kunnuglegum slóðum McDonagh er hér á kunnuglegum slóðum; tveir menn að kýta og svo einn kjáni sem fylgir þeim til að létta stemninguna (þetta er uppskrift sem hann hefur notað oft áður, t.d. í leikverkinu A Skull in Conaghmara og stuttmyndinni Six Shooter). Brendan Gleeson lék einnig í Óskarsverðlaunastuttmynd Martin McDonaghs. Þetta er formúla sem hefur virkað vel fyrir hann og er ég 100% viss um það sé engin tilviljun að hann noti hana. McDonagh hefur áttað sig á að þessi þrískipting, sem líkist helst kenningu Freuds á skiptingu anda mannsins í id, ego og superego, sé eitthvað sem framleiðir sífelld átök fyrir dramamynd og því eins konar ofurfæða fyrir höfunda. The Banshees of Inisherin fjallar um Colm Doherty (Brendan Gleeson) og Pádraic Súilleabháin (Colin Farrell) sem eru vinir, þar til einn daginn - að því virðist upp úr þurru - Colm segist ekki lengur vilja vera vinur Pádraic og biður hann um að yrða ekki á sig framar. Eðlilega er Pádraic í losti yfir þessu, enda kannast hann ekki við að hafa gert nokkuð á hlut Colms. Pádraic lætur því ekki segjast og heldur áfram samskiptum við Colm, sem bregst við með því að segjast ætla að skera af sér fingur í hvert skipti sem Pádraic yrði á hann. Í kjölfarið neyðist Colm til að eiga þeim mun meiri samskipti við bæjarfíflið Dominic Kearney (Barry Keoghan, sem fer á kostum að vanda) og systur sína Siobhán (Kerry Condon). Betri í orði en á borði Á yfirborðinu virkar þetta sem frekar sniðug hugmynd, en þegar nánar er að gáð er hún uppfull af innbyggðum göllum. Kvikmyndir McDonaghs eru m.a. skemmtilegar vegna neistanna sem fljúga á milli hinna deilandi aðalpersóna, en hann kippir fótunum undan sjálfum sér með því að loka að mestu á samskipti Colms og Pádraics stóran hluta framvindunnar. Vegna þessa eru þessir fljúgandi neistar alltof sjaldgæfir og úr verður kvikmynd - og ég hélt að það væri ekki hægt að segja þetta um verk McDonaghs - sem er hreinlega leiðinleg. Mjög lýsandi mynd fyrir The Banshess of Inisherin. (Sem er einstaklega kaldhæðnislegt, þar sem ástæðan sem Colm gefur fyrir því að vilja ekki eiga samskipti við Pádraic, er sú að hann sé svo leiðinlegur.) Með The Banshees of Inisherin virðist McDonagh vera að færa sig nær evrópskum art house myndum. Hann hefur sennilega orðið leiður á því að vinna sífellt með svipaðan tón og því ákveðið að breyta til. Það er ekki þar með sagt að tóninn hans og stílbrögð séu farin, þetta er hins vegar allt meira lítilfjörlegt. Hvar er samhygðin? Kannski er það katalógur fyrri verka McDonagh sem veldur viðbrögðum mínum. Það er alltaf ákveðið fútt í því sem hann sendir frá sér, sem hann er búinn að tóna niður hér. Þetta hefði getað virkað ef hann hefði ekki flaskað á því að hlaða inn samhygð með persónunum í fyrsta leikþætti. Það gerir hann ekki, heldur byrjar bratt og fórnar samhengi sambands aðalpersónanna fyrir einn brandara: Maður gengur inn á bar og segir öðrum manni að hann vilji ekki vera vinur hans lengur...hilarity ensues. Eða ekki. Hvers vegna á mér að vera annt um þessa menn og að þeir séu ekki lengur vinir? Ég veit það ekki. Það er í raun alltof seint í framvindunni sem persóna Colin Farrell náði mér en þá var ég nú þegar hálfpartinn búinn að tékka mig út úr sögu þessara manna. Til að The Banshees of Inisherin hefði átt að ganga upp með fyrsta leikþátt sem skortir alla samhygðarhleðslu, hefði hún hreinlega þurft að vera fyndnari. McDonagh er hér hins vegar búinn að ákveða að dempa niður húmorinn og því ekki hægt að treysta á hann til að halda uppi upplifuninni. Það er ekki þar með sagt að leiktextinn sé ekki listilega vel skrifaður, hann er það sannarlega. Leikurinn er einnig fyrsta flokks, en það er bara ekki nóg. Þegar öllu er á botninn hvolft dettur mér helst í hug að líkja The Banshees of Inisherin við eitthvað má dást að en er þó erfitt að njóta. Niðurstaða: The Banshees of Inisherin er faglega unnin á alla máta en skortir of lengi hjarta og þegar það fer loks að slá er það um seinan. Bæjarfíflið Dominic Kearney reynir við systur Pádraics, hana Siobhán Súilleabháin.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira