Handbolti

„Þetta getur verið vel pirrandi og dregur kraft úr manni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Þorgeir mun sennilega finna fyrir því gegn Ungverjum í kvöld. 
Gísli Þorgeir mun sennilega finna fyrir því gegn Ungverjum í kvöld.  Visir/vilhelm

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður íslenska landsliðsins segir að það geti stundum verið erfitt að vera leikmaður eins og hann.

Hann er með sneggri leikmönnum heims í handbolta og því oft í miklu návígi við varnarmenn andstæðingana. Það er því mikið verið að brjóta á honum og segir hann að ekki fái hann alltaf sanngjarna meðferð frá dómurunum. Ísland vann Portúgal á fimmtudagskvöldið og var Gísli í eldlínunni í þeim leik.

„Ef ég var að komast í gegn þá var ég ekkert að fá sérstaklega mikið frá dómurum og maður þarf að hugsa út í það ef þú ert ekki að fá víti eða tvær mínútur eða það sem þú vilt út úr þessum opnunum þá ert þú í raun að stoppa tempóið og þarf maður að hugsa um flæðið og fara ekki alltaf á vörnina. En ég mun samt halda áfram að fara í mína árásir,“ sagði Gísli fyrir æfingu landsliðsins í gær. Liðið mætir Ungverjum á HM í kvöld og gríðarlega mikilvægum leik.

„Þetta getur verið vel pirrandi og dregur kraft úr manni,“ segir Gísli þegar hann var spurður út í það hvernig það væri að fá lítið frá dómurum í handbolta.

„Auðvitað er þetta frústrerandi þegar maður sjálfur vill fá eitthvað meira.“

Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að mæta Ungverjunum í kvöld.

„Ég er aðallega bara spenntur að fá að spila fyrir framan Íslendingana aftur og fyrir framan þessa geggjuðu stemningu sem var í leiknum gegn Portúgal og ég er fullur tilhlökkunar.“

Klippa: Gísli Þorgeir: Getur verið pirrandi að fá lítið frá dómurunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×