Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Selfoss 31-19 | Fram keyrði yfir Selfoss í seinni hálfleik Hnirik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 21:00 Það er hart barist í leiknum í Úlfarsárdalnum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fram vann tólf marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Fram keyrði yfir lið Selfoss í seinni hálfleik og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í töflunni. Jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Selfyssinga en Hafdís Renötudóttir, markvörður Framkvenna, reyndist gestunum erfiður ljár í þúfu. Vel útfærðar sóknir Framkvenna skiluðu þeim 5-0 kafla á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og fóru þær bláklæddu með fimm marka forskot inn í hálfleik. Eftir það var ekki aftur snúið en Framarar völtuðu yfir Selfyssinga í seinni hálfleik. Gestirnir áttu fá svör við góðri vörn heimakvenna í leiknum, sérstaklega eftir að heimakonur breyttu í fimm-einn vörn. Selfyssingar töpuðu boltunum og Framkonur refsuðu með hraðaupphlaupum. Þegar leið á leikinn fóru bæði lið að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri og var sigurinn aldrei í hættu fyrir heimakonur. Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Fram, var markahæst hjá Fram en hún skoraði sex mörk úr sjö skotum og Kristrún Steinþórsdóttir var næstmarkahæst með fimm mörk ásamt því að vera öflug í hjarta varnarinnar. Besti leikmaður vallarins var Hafdís Renötudóttir í marki Framkvenna en hún varði átján skot. Sara Katrín Gunnarsdóttir, nýr leikmaður Fram, kom sterk inn í seinni hálfleik eftir hæga byrjun og skoraði fjögur mörk líkt og Steinunn Björnsdóttir. Hafdís Renötudóttir átti fínan leik í marki Fram.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá gestunum voru það Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir sem leiddu sóknarleik Selfyssinga og skoruðu sex mörk hvor. Cornelia Hermansson varði vel á köflum og tók þrettán skot í marki gestanna. Framkonur eru nú ósigraðar í fjórum leikjum í röð í deildinni og virðast koma vel undan jólafríi. Af hverju vann Fram? Þegar Framkonur fundu taktinn var ekki aftur snúið. Hafdís stóð vaktina vel í markinu og heimakonur voru snöggar að refsa þegar Selfyssingar töpuðu boltanum. Selfyssingar virtust vera brotnar eftir sterkan kafla Framkvenna undir lok fyrri hálfleiks og sýndu engin merki um að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir stóð upp úr liði Fram og varði rétt tæplega helming þeirra skota sem kom á markið. Þórey Rósa stóð fyrir sínu og var örugg í sínum aðgerðum í hægra horninu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfyssinga var bitlaus og þær fundu ekki glufur í vörn Framara. Skotdreifing leikmanna var ekki mikil og voru þetta oftar en ekki skot úr erfiðum stöðum utan af velli. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næsta laugardag, eftir sex daga. Fram fær norðankonur í heimsókn og má búast við hörkuleik en KA/Þór situr í fimmta sæti, einu sæti fyrir neðan Fram. Það verður suðurlandsslagur þegar Selfyssingar mæta ÍBV á Selfossi. Selfyssingar eiga ærið verkefni fyrir höndum en Eyjakonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu en þær hafa unnið átta leiki í röð í Olís-deildinni. Stefán: „Við viljum bara standa fyrir liðsheild og fagmennsku“ Stefán Arnaldsson lætur til sín taka á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var sáttur með stigin tvö en var þó ekki kampakátur með byrjunina í leiknum. „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru frekar linar en síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar og svo sigldum við þessu örugglega heim.“ Hraðinn í leiknum var ekki mikill að mati þjálfarans og var Stefáni ekki skemmt. „Mér fannst þetta samt full hægt fyrir minn smekk, leikurinn var lengi að líða og jafnvel lengri en aðrir leikir.“ Mikil barátta í leiknum í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Vitanlega var Stefán sáttur með liðsheildina og öruggan sigur. „Við viljum bara standa fyrir liðsheild og fagmennsku. Þegar við gerum það gengur yfirleitt vel og við gerðum það stóran kafla leiksins.“ „Við fengum átta mörk á okkur í fyrri hálfleik sem var mjög gott og skoruðum 31 mark, það er jákvætt en við þurfum að nýta færin betur,“ bætir Stefán við. Næsta verkefni er leikur á móti norðankonum á laugardag. Með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum geta Framkonur blandað sér í toppbaráttuna í deildinni. „Við erum að fara spila við KA/Þór og þær eru komnar með gott lið, þær eru komnar með nýjan Dana og Andri Snær er búinn að lyfta mikið. Það hjálpar liðinu,“ sagði Stefán glettinn í leikslok. Steinunn: „Við áttum erfitt með þær í byrjun leiks“ Steinunn í baráttunni í leiknum í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Reynsluboltinn Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu í leiknum í kvöld en hún skoraði fjögur mörk ásamt því að fiska þrjú víti af línunni. Hún var að vonum sátt með sigurinn í kvöld, þrátt fyrir að þetta fór hægt af stað. „Selfoss er náttúrulega með gott lið og við vissum að þetta myndi vera erfitt. Við þurftum að vera þolinmóðar. Við héldum vörninni þokkalega, vörnin var smá gatasigti í upphafi. Roberta og Katla eru virkilega öflugar maður á mann og við áttum erfitt með þær í byrjun leiks.“ Kristrún Steinþórsdóttir reynir skot að marki Selfyssinga.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við breyttum aðeins um varnarleik og Hafdís klikkaði inn og þá var þetta þægilegt,“ sagði Steinunn. Steinunn var sátt með sinn leik en fyrst og fremst var hún ánægð með liðsheildina í kvöld. „Ég er ágætlega sátt, liðið var bara frábært í dag og þetta var bara liðssigur. Liðið var að smella og fleiri leikmenn að skila sínu. Ótrúlega stolt af liðinu og þetta var virkilega flottur sigur.“ „Við stefnum ofar en við ætlum okkar að taka einni leik í einu. Við erum með nýtt lið eins og flestir eru búnir að sjá. Ég er ánægð með stígandann í liðinu og æfingarnar eru að vera betri og betri. Við ætlum hægt og rólega að fikra okkur ofar töfluna, “ bætir Steinunn við í lokin. Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Tengdar fréttir Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 15. janúar 2023 22:15
Fram vann tólf marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Fram keyrði yfir lið Selfoss í seinni hálfleik og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í töflunni. Jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Selfyssinga en Hafdís Renötudóttir, markvörður Framkvenna, reyndist gestunum erfiður ljár í þúfu. Vel útfærðar sóknir Framkvenna skiluðu þeim 5-0 kafla á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og fóru þær bláklæddu með fimm marka forskot inn í hálfleik. Eftir það var ekki aftur snúið en Framarar völtuðu yfir Selfyssinga í seinni hálfleik. Gestirnir áttu fá svör við góðri vörn heimakvenna í leiknum, sérstaklega eftir að heimakonur breyttu í fimm-einn vörn. Selfyssingar töpuðu boltunum og Framkonur refsuðu með hraðaupphlaupum. Þegar leið á leikinn fóru bæði lið að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri og var sigurinn aldrei í hættu fyrir heimakonur. Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Fram, var markahæst hjá Fram en hún skoraði sex mörk úr sjö skotum og Kristrún Steinþórsdóttir var næstmarkahæst með fimm mörk ásamt því að vera öflug í hjarta varnarinnar. Besti leikmaður vallarins var Hafdís Renötudóttir í marki Framkvenna en hún varði átján skot. Sara Katrín Gunnarsdóttir, nýr leikmaður Fram, kom sterk inn í seinni hálfleik eftir hæga byrjun og skoraði fjögur mörk líkt og Steinunn Björnsdóttir. Hafdís Renötudóttir átti fínan leik í marki Fram.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá gestunum voru það Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir sem leiddu sóknarleik Selfyssinga og skoruðu sex mörk hvor. Cornelia Hermansson varði vel á köflum og tók þrettán skot í marki gestanna. Framkonur eru nú ósigraðar í fjórum leikjum í röð í deildinni og virðast koma vel undan jólafríi. Af hverju vann Fram? Þegar Framkonur fundu taktinn var ekki aftur snúið. Hafdís stóð vaktina vel í markinu og heimakonur voru snöggar að refsa þegar Selfyssingar töpuðu boltanum. Selfyssingar virtust vera brotnar eftir sterkan kafla Framkvenna undir lok fyrri hálfleiks og sýndu engin merki um að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir stóð upp úr liði Fram og varði rétt tæplega helming þeirra skota sem kom á markið. Þórey Rósa stóð fyrir sínu og var örugg í sínum aðgerðum í hægra horninu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfyssinga var bitlaus og þær fundu ekki glufur í vörn Framara. Skotdreifing leikmanna var ekki mikil og voru þetta oftar en ekki skot úr erfiðum stöðum utan af velli. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næsta laugardag, eftir sex daga. Fram fær norðankonur í heimsókn og má búast við hörkuleik en KA/Þór situr í fimmta sæti, einu sæti fyrir neðan Fram. Það verður suðurlandsslagur þegar Selfyssingar mæta ÍBV á Selfossi. Selfyssingar eiga ærið verkefni fyrir höndum en Eyjakonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu en þær hafa unnið átta leiki í röð í Olís-deildinni. Stefán: „Við viljum bara standa fyrir liðsheild og fagmennsku“ Stefán Arnaldsson lætur til sín taka á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var sáttur með stigin tvö en var þó ekki kampakátur með byrjunina í leiknum. „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru frekar linar en síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar og svo sigldum við þessu örugglega heim.“ Hraðinn í leiknum var ekki mikill að mati þjálfarans og var Stefáni ekki skemmt. „Mér fannst þetta samt full hægt fyrir minn smekk, leikurinn var lengi að líða og jafnvel lengri en aðrir leikir.“ Mikil barátta í leiknum í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Vitanlega var Stefán sáttur með liðsheildina og öruggan sigur. „Við viljum bara standa fyrir liðsheild og fagmennsku. Þegar við gerum það gengur yfirleitt vel og við gerðum það stóran kafla leiksins.“ „Við fengum átta mörk á okkur í fyrri hálfleik sem var mjög gott og skoruðum 31 mark, það er jákvætt en við þurfum að nýta færin betur,“ bætir Stefán við. Næsta verkefni er leikur á móti norðankonum á laugardag. Með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum geta Framkonur blandað sér í toppbaráttuna í deildinni. „Við erum að fara spila við KA/Þór og þær eru komnar með gott lið, þær eru komnar með nýjan Dana og Andri Snær er búinn að lyfta mikið. Það hjálpar liðinu,“ sagði Stefán glettinn í leikslok. Steinunn: „Við áttum erfitt með þær í byrjun leiks“ Steinunn í baráttunni í leiknum í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Reynsluboltinn Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu í leiknum í kvöld en hún skoraði fjögur mörk ásamt því að fiska þrjú víti af línunni. Hún var að vonum sátt með sigurinn í kvöld, þrátt fyrir að þetta fór hægt af stað. „Selfoss er náttúrulega með gott lið og við vissum að þetta myndi vera erfitt. Við þurftum að vera þolinmóðar. Við héldum vörninni þokkalega, vörnin var smá gatasigti í upphafi. Roberta og Katla eru virkilega öflugar maður á mann og við áttum erfitt með þær í byrjun leiks.“ Kristrún Steinþórsdóttir reynir skot að marki Selfyssinga.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við breyttum aðeins um varnarleik og Hafdís klikkaði inn og þá var þetta þægilegt,“ sagði Steinunn. Steinunn var sátt með sinn leik en fyrst og fremst var hún ánægð með liðsheildina í kvöld. „Ég er ágætlega sátt, liðið var bara frábært í dag og þetta var bara liðssigur. Liðið var að smella og fleiri leikmenn að skila sínu. Ótrúlega stolt af liðinu og þetta var virkilega flottur sigur.“ „Við stefnum ofar en við ætlum okkar að taka einni leik í einu. Við erum með nýtt lið eins og flestir eru búnir að sjá. Ég er ánægð með stígandann í liðinu og æfingarnar eru að vera betri og betri. Við ætlum hægt og rólega að fikra okkur ofar töfluna, “ bætir Steinunn við í lokin.
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Tengdar fréttir Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 15. janúar 2023 22:15
Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 15. janúar 2023 22:15