Handbolti

HM í dag: Í spennufalli eftir sigurleik á heimavelli í Svíþjóð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henry og Stefán gera upp alla daga á HM í Svíþjóð.
Henry og Stefán gera upp alla daga á HM í Svíþjóð. Vísir/hjalti

Það var einstök stemning á leik Íslands og Portúgals í fyrsta leik liðanna á HM í Kristianstad í gærkvöldi. Íslendingarnir eru mættir á mótið með látum, bæði innan og utan vallar.

Ísland er á heimavelli. Þúsund stuðningsmenn áttu höllina í gærkvöldi og er íslenska landsliðið með einn aukamenn með í för hér á heimsmeistaramótinu.

Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson gera gærdaginn upp í HM í dag á Vísi.

Gærdagurinn var heldur betur athyglisverður en íslensku stuðningsmennirnir voru mættir í íþróttasal við hliðin á Kristianstad Arena klukkan þrjú að staðartíma, þrátt fyrir að leikurinn hófst ekki fyrr en klukkan 20:30.

Sungið og trallað allan daginn og gaf það tóninn fyrir fyrsta leik liðsins. Liðið vann síðan gríðarlega mikilvægan sigur á Portúgal 30-26 og er Íslands svo gott sem komið í milliriðilinn og að auki fara þeir að minnsta kosti upp með tvö stig.

Í þættinum fer Henry Birgir til að mynda yfir það hvernig honum leið á meðan leik stóð í gærkvöldi og lak hreinlega loftið úr honum þegar leikurinn var kominn í okkar hendur. Henry var á því að leikurinn í gær hafi verið besti heimaleikur Íslands á stórmóti í handboltaleik, og leikurinn fór ekki einu sinni fram á Íslandi.

Þeir félagarnir fóru yfir gang leiksins, framhaldið og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: HM í dag: Í spennufalli eftir sigurleik á heimavelli í Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×