Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 23:50 George Santos, fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. Santos hefur verið mikið milli tannanna á fólki en komið hefur í ljós að hann hefur vafið um sig umfangsmiklum vef lyga. Repúblikanar í New York og á þingi hafa kallað eftir því að hann segi af sér, sem hann segist ekki ætla að gera. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Áðurnefnd ávísun var send til félags sem kallast RedStone Strategies og átti peningunum að vera varið til kaupa á auglýsingum til stuðnings þingmannsins. Maðurinn sem hringdi sagði félagið hafa safnað 800 þúsund dölum og vildi safna sjö hundruð þúsund dölum til viðbótar. Kosningayfirvöld Bandaríkjanna hafa RedStone þó ekki á skrá sem svokallaða pólitíska aðgerðanefnd eða PAC. Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega slíkar nefndir safna miklu fé til stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Nefndirnar mega þó ekki starfa með beinum hætti með umræddum stjórnmálamönnum, þurfa að vera skráðar hjá alríkiskosningastjórn Bandaríkjanna og þurfa að gefa upp lista yfir hverjir gefa þeim peninga. Safni einhver meira en þúsund dölum eða meira til vegna stjórnmálastarfs þarf að skrá viðkomandi félag sem PAC innan tíu daga, samkvæmt kosningalögum Bandaríkjanna. George Santos struggles to address questions about his character and slips on the newspaper. pic.twitter.com/KfhKvLkvFZ— Zachary Petrizzo (@ZTPetrizzo) January 12, 2023 Segir Santos hafa beðið sig um að safna peningum New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi lengi verið virkur innan Repúblikanaflokksins í New York en kjördæmið sem Santos vann er þar. Heimildarmaður New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi verið beðinn um það af Santos sjálfum í aðdraganda kosninganna. Santos hafi beðið hann um að hringja í bakhjarla sem hafi verið búnir að veita framboði hans þá hámarksupphæð sem lög leyfa og fá þá til að gefa meira til RedStone. Santos og lögmenn hans hafa neitað að svara spurningum blaðamanna um félagið en það hefur tengingu við þingmanninn. Árið 2021 var Devolder Organization, sem er fyrirtæki í eigu Santos, á skrá hjá RedStone sem einn af stjórnendum þess. Opinber gögn sýna einnig að félag í eigu systur Santos gaf RedStone sex þúsund dali í apríl í fyrra. Daily Beast hefur einnig sagt frá tengingu Santos við RedStone. Fjármál þingmannsins eru til rannsóknar hjá bæði alríkis- og sýslusaksóknurum og hafa yfirvöld í Brasilíu hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá lögðu hlutlaus eftirlitssamtök fram kvörtun í vikunni til kosningayfirvalda og sökuðu þau Santos um brot á kosningalögum. Kvörtunin sneri meðal annars að um fjörutíu útgjaldaskráningum kosningasjóðs þingmannsins upp á 199,99 dali. Samkvæmt kosningalögum vestanhafs þurfa kvittanir að fylgja öllum skráðum útgjöldum úr kosningasjóðum upp á tvö hundruð dali eða meira. Áðurnefnd samtök segja allt benda til þess að skráningarnar í bókhaldi þingmannsins séu ætlaðar til þess að fela í hvað peningarnir fóru raunverulega. Árið 2020 sagðist Santos hafa haft 55 þúsund dali í tekjur. Í fyrra lánaði hann svo eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali, sem er rétt minna en RedStone hafði safnað til að aðstoða Santos í kosningabaráttunni. Annað félag tengt Santos hefur einnig vakið athygli en það kallast Rise NY og var stofnað af systur hans og fjármálastjóra framboðs hans. Það félags var skráð sem PAC og safnaði fúlgum fjár sem nota átti til kosningabaráttunnar. Í frétt NYT segir hins vegar að yfirlit yfir fjármál Rise NY bendi til ýmissa undarlegra og jafnvel ólöglegra fjárútláta. Fjármunir voru meðal annars notaðir til að greiða laun starfsmanna framboðs Santos og reikninga. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Santos hefur verið mikið milli tannanna á fólki en komið hefur í ljós að hann hefur vafið um sig umfangsmiklum vef lyga. Repúblikanar í New York og á þingi hafa kallað eftir því að hann segi af sér, sem hann segist ekki ætla að gera. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Áðurnefnd ávísun var send til félags sem kallast RedStone Strategies og átti peningunum að vera varið til kaupa á auglýsingum til stuðnings þingmannsins. Maðurinn sem hringdi sagði félagið hafa safnað 800 þúsund dölum og vildi safna sjö hundruð þúsund dölum til viðbótar. Kosningayfirvöld Bandaríkjanna hafa RedStone þó ekki á skrá sem svokallaða pólitíska aðgerðanefnd eða PAC. Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega slíkar nefndir safna miklu fé til stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Nefndirnar mega þó ekki starfa með beinum hætti með umræddum stjórnmálamönnum, þurfa að vera skráðar hjá alríkiskosningastjórn Bandaríkjanna og þurfa að gefa upp lista yfir hverjir gefa þeim peninga. Safni einhver meira en þúsund dölum eða meira til vegna stjórnmálastarfs þarf að skrá viðkomandi félag sem PAC innan tíu daga, samkvæmt kosningalögum Bandaríkjanna. George Santos struggles to address questions about his character and slips on the newspaper. pic.twitter.com/KfhKvLkvFZ— Zachary Petrizzo (@ZTPetrizzo) January 12, 2023 Segir Santos hafa beðið sig um að safna peningum New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi lengi verið virkur innan Repúblikanaflokksins í New York en kjördæmið sem Santos vann er þar. Heimildarmaður New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi verið beðinn um það af Santos sjálfum í aðdraganda kosninganna. Santos hafi beðið hann um að hringja í bakhjarla sem hafi verið búnir að veita framboði hans þá hámarksupphæð sem lög leyfa og fá þá til að gefa meira til RedStone. Santos og lögmenn hans hafa neitað að svara spurningum blaðamanna um félagið en það hefur tengingu við þingmanninn. Árið 2021 var Devolder Organization, sem er fyrirtæki í eigu Santos, á skrá hjá RedStone sem einn af stjórnendum þess. Opinber gögn sýna einnig að félag í eigu systur Santos gaf RedStone sex þúsund dali í apríl í fyrra. Daily Beast hefur einnig sagt frá tengingu Santos við RedStone. Fjármál þingmannsins eru til rannsóknar hjá bæði alríkis- og sýslusaksóknurum og hafa yfirvöld í Brasilíu hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá lögðu hlutlaus eftirlitssamtök fram kvörtun í vikunni til kosningayfirvalda og sökuðu þau Santos um brot á kosningalögum. Kvörtunin sneri meðal annars að um fjörutíu útgjaldaskráningum kosningasjóðs þingmannsins upp á 199,99 dali. Samkvæmt kosningalögum vestanhafs þurfa kvittanir að fylgja öllum skráðum útgjöldum úr kosningasjóðum upp á tvö hundruð dali eða meira. Áðurnefnd samtök segja allt benda til þess að skráningarnar í bókhaldi þingmannsins séu ætlaðar til þess að fela í hvað peningarnir fóru raunverulega. Árið 2020 sagðist Santos hafa haft 55 þúsund dali í tekjur. Í fyrra lánaði hann svo eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali, sem er rétt minna en RedStone hafði safnað til að aðstoða Santos í kosningabaráttunni. Annað félag tengt Santos hefur einnig vakið athygli en það kallast Rise NY og var stofnað af systur hans og fjármálastjóra framboðs hans. Það félags var skráð sem PAC og safnaði fúlgum fjár sem nota átti til kosningabaráttunnar. Í frétt NYT segir hins vegar að yfirlit yfir fjármál Rise NY bendi til ýmissa undarlegra og jafnvel ólöglegra fjárútláta. Fjármunir voru meðal annars notaðir til að greiða laun starfsmanna framboðs Santos og reikninga.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49