Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2023 23:00 Peppaður Bjarki Már lætur hinn unga Costa heyra það eftir að hafa skorað mikilvægt mark. vísir/vilhelm Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli. Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira