Handbolti

Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals út­skýrði heyrnar­tólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fidalgo er hér á hliðarlínunni í kvöld með heyrnartólin. 
Fidalgo er hér á hliðarlínunni í kvöld með heyrnartólin.  Vísir/vilhelm

Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn.

Aðalþjálfari liðsins er Paulo Pereira en hann tók út leikbann í kvöld. Hann sást aftur á móti í stúkunni í kvöld,  einnig með heyrnartól og hafa margir haldið því fram að þeir væru í samskiptum í leiknum sem er stranglega bannað.

Fidalgo útskýrði málið á þá leið að hann væri með heyrnarskaða sem hann varð fyrir nokkrum árum. Starfsmenn IHF fóru til Ferrara í miðjum leik og rannsökuðu málið. 

Bjarki Már Elísson, maður leiksins, var viðstaddur fundinn og átti hann einstaklega erfitt með sig þegar hann hlustaði á svar Fidalgo og gróf andlitið ofan í íslenska landsliðsbúninginn. Segja má að hann hafi verið við það að springa úr hlátri. Guðmundur Guðmundsson virtist einnig glotta og ekki alveg vera að kaupa sögu kollega síns.


Tengdar fréttir

„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“

„Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega.

„Maður felldi tár yfir þessum stór­kost­legu stuðnings­mönnum“

„Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við.

„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“

„Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×