Reynsla íslenskra karlmanna af slaufun: „Ég fékk morðhótanir og fólk var að segja mér að drepa mig“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 10:01 Tilfinningar sem mennirnir greindu frá voru ýmist skömm, niðurlæging, vonleysi, kvíði, niðurbrot og mikil vanlíðan. Getty „Að geta bara ekkert gert, geta ekki borið hönd fyrir höfuð mér, geta ekki sagt neitt og vera bara dæmdur og einhvern veginn ærulaus og ónýtur. Það var það erfiðasta,“ segir íslenskur karlmaður sem varð fyrir slaufun eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um kynferðisofbeldi. Maðurinn segist hafa átt erfitt með það að verða allt í einu „mállaus“ og geta ekkert sagt eða tjáð sig um málið þar sem andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið litað af viðhorfinu „við trúum þolendum.“ Slaufun hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar á ýmist andlega heilsu eða félagslega stöðu, sem og fjárhagslegar afleiðingar. Slaufunarmenning (e.cancel culture) gerir lítinn greinarmun á alvarleika brota og fá einstaklingar sömu refsingu þrátt fyrir ásakanir um ólík brot. Þörf er á frekari rannsóknum á slaufunarmenningu þar sem viðfangsefnið er fremur ný tilkomið í nútíma samfélagi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknar sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar fólst í að fá innsýn inn í aðstæður og reynslu einstaklinga sem orðið hafa fyrir slaufun og skilja hvaða áhrif slaufunarmenning hefur á þá sem verða fyrir henni. Í tengslum við rannsóknina tók Elínrós viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem eiga það allir sameiginlegt að vera eldri en 18 ára, búsettir á höfuðborgarsvæðinu og að hafa verið „slaufaðir“ í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi á opinberum vettvangi. Enginn aðdragandi Allir viðmælendur Elínrósar áttu það sameiginlegt að það að lenda í slaufunarmenningu kom þeim virkilega á óvart. Einn viðmælandi orðaði það þannig: „Þetta var bara algjört sjokk“ og annar sagðist hafa verið „alveg í mínus.“ Þá höfðu flestir viðmælendurnir upplifað lítinn sem engan aðdraganda að slaufuninni og uppgötvuðu fyrst hvað væri að eiga sér stað á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Flestir þeirra áttu þá ósk að setjast niður og ræða við þá sem málið snertir, biðjast afsökunar og fá einhverja lendingu í málinu. Einn úr hópnum lýsti því hvernig honum fannst hann standa algjörlega einn í fyrstu. Allir viðmælendur rannsóknarinnar voru spurðir hvernig þeim leið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Áttu margir hverjir erfitt með að lýsa því.Getty „Þegar þú lendir í svona, í fyrsta lagi ertu algjörlega einn í raun og veru. Það er enginn, það er ekkert. Þú færð ekkert upplýsingabækling frá Tryggingastofnun um hvernig þú eigir að bregðast við þessu. Þú ert alltaf að mæta einhverju nýju. Það hefur enginn gert þetta, það veit enginn hvernig á að gera þetta, það eru engar reglur um þetta. Þetta er bara „basically“ í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin.“ Morðhótanir og lygasögur Þegar rætt var við mennina um áreiti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum kom í ljós að þeir höfðu allir orðið fyrir miklu áreiti á þeim vettvangi í kjölfar slaufunarinnar. Nokkrir úr hópnum hættu að fara inn á samfélagsmiðla og að skoða fjölmiðla þegar umræðan var sem hæst og einfaldlega lokuðu aðgangi sínum á Twitter og öðrum miðlum tímabundið. Með tímanum fækkaði „gusunum“ og flestir viðmælendur opnuðu aðganginn sinn aftur. Ummæli á samfélagmiðlum og fjölmiðlum voru misgróf. Einn viðmælandi sagði að mörg af þeim ummælum sem birtust um hann hafi verið „bókstaflega glæpsamleg.“ „Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðslega orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig.“ Þegar viðmælendur voru spurðir um hvort þeir hefðu orðið fyrir áreiti er þeir voru á meðal almennings voru svör þeirra misjöfn. Tveir af fjórum höfðu ekki orðið fyrir neinu áreiti er þeir voru á meðal fólks og annar þeirra minntist jafnvel á að ókunnugir hefðu nálgast hann á förnum vegi og sýnt honum stuðning. Hinir viðmælendurnir tveir lýstu hins vegar áreiti sem þeir höfðu orðið fyrir, allt frá óþægilegum ummælum í garð þeirra yfir í líkamlegt ofbeldi. Annar þeirra rifjaði upp þegar hann var úti í göngutúr og einhver hrópaði orðið „nauðgari!“ á eftir honum, út um glugga á blokk. Skömm og niðurlæging Fram kemur í ritgerð Elínrósar að út frá samtölum við mennina fjóra sé ljóst að slaufunin hafði víðtæk áhrif á líðan og líf þeirra almennt. Þegar viðmælendur voru spurðir hvernig þeim leið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi áttu margir hverjir erfitt með að lýsa því. Tilfinningar sem mennirnir greindu frá voru ýmist skömm, niðurlæging, vonleysi, kvíði, niðurbrot og mikil vanlíðan. Þá sögðust þrír þeirra hafa átt erfitt með að fara út úr húsi fyrst um sinn þar sem niðurlægingin var svo mikil og þeir óttuðust að vera litnir hornauga. Einn úr hópnum lýsti því þannig að í hvert sinn sem hann heyrði símann hringja hafi hann upplifað eins og hann væri „kýldur í magann.“ „Af því ég hugsaði bara „Ókei þetta er ný frétt, ný ásökun, þetta er eitthvað nýtt, það er eitthvað búið að versna, það er einhver ný þróun.“ Allir viðmælendurnir í rannsókn Elínrósar urðu atvinnulausir í kjölfar slaufunarinnar en misjafnt var hvort viðmælendur sögðu sjálfir upp, var sagt upp eða voru sendir í tímabundið leyfi en þeir sem fóru í tímabundið leyfi snéru ekki aftur til starfa. Sumir þeirra höfðu misst vinnuna þar sem atvinnurekendur sem og samstarfsfólk var margt hvert hrætt við umræðuna sem var að skapast. Þá voru flestir þeirra óvinnufærir sökum vanlíðunar í kjölfar ásakana. Aðeins einn viðmælandi var kominn með vinnu aftur þegar viðtal var tekið við hann. Störf viðmælenda voru fjölbreytt og á ólíkum vettvöngum samfélagsins en þrátt fyrir það var upplifun þeirra svipuð. Árás á alla fjölskylduna Fram kemur að slaufunin hafði einnig áhrif á aðstandendur viðmælendanna, hvort sem um var að ræða foreldra, maka, börn eða vini. Einn viðmælandinn greindi frá því að vinir hans urðu fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum og að „hjólað“ var í þá fyrir að eiga í samskiptum við viðmælenda. Annar úr hópnum upplifði að vinir hættu að tala við sig í kjölfarið, þorðu ekki að vera nálægt honum og það hafi verið sett mikil „pressa“ á vini hans eftir slaufunina. Það olli því að hann missti „alveg slatta“ af vinum í kjölfarið. Þá sagði einn úr hópnum að um væri að ræða „ árás á alla fjölskylduna“: „Þetta hefur bein áhrif á hana og hennar afkomu líka. Öll svona tækifæri sem standa okkur til boða eru núna takmarkaðri. Þetta er tvímælalaust árás á saklausa konu líka og börnin okkar. Þetta hefur áhrif á allt.“ Þegar kom að börnum viðmælenda þurftu sumir þeirra að eiga samtöl við börnin sín um stöðu mála. Einn viðmælandinn sagði börnin sín hafa tekið þessu „ótrúlega vel“ en en málið fengi samt á þau. Hann ráðfærði sig meðal annars við fjölskylduráðgjafa og barnasálfræðing þegar kom að því að taka samtal um málið við yngstu dótturina. Þá sagðist annar úr hópnum hafa átt opnar samræður við börnin sín um málið og út frá því hafi fjölskyldan þjappast betur saman. „Við tókum alla krakkana saman bara og fórum yfir málin og ræddum þetta.“ Þrátt fyrir að þetta hafi reynst þeim erfitt voru allir viðmælendurnir þó sammála um að stuðningur frá fjölskyldu hafi verið mikill og að fjölskyldan væri sterkari í dag en áður. Allir viðmælendur rannsóknarinnar höfðu leitað sér einhvers konar sérfræðiaðstoðar í kjölfar þess að verða fyrir slaufunarmenningu hvort sem það var hjá sálfræðingi, ráðgjafa, áfallafræðingi, lögfræðingi, fjölskylduráðgjafa, sjálfshjálparsamtökum eða presti. Þeir viðmælendur sem leituðu sér aðstoðar hjá sálfræðingi sögðust flestir enn mæta reglulega til hans til að „herða skrúfurnar.“ Mennirnir töldu allir að slaufunin myndi hafa áhrif á líf og lífsgæði þeirra til framtíðar.Getty Lágmarks mannréttindi að fá réttláta málsmeðferð Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar mögnuðu umræðuna mikið upp að mati viðmælendanna og töldu þeir því ábyrgð fjölmiðla vera mikla í málum sem þessum. Þá töldu þeir að fjölmiðlar hefðu brugðist að einhverju leiti er þeir fjalla um slaufunarmenningu. „Fjölmiðlar eru búnir að tromma upp þennan dómstól“ sagði einn viðmælandi og annar tók undir og taldi fjölmiðla hafa ýtt undir slaufunarmenningu með því að gefa hlutum sem eru ósannir vægi. Slíkt væri hins vegar hluti af „leiknum.“ „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Viðmælendur sögðu umræðuna um kynferðisofbeldi vera mikilvæga en töldu að einhliða frásagnir og ásakanir ættu ekki að vera nóg til refsingar. Því töldu þeir að þörf væri á einhvers konar verkferlum sem farið væri eftir í málum sem þessum. Helmingur viðmælenda taldi að ásökun ein og sér ætti ekki að vera nóg til að refsingum sé beitt og sögðu það vera „ágmarks mannréttindi að fá réttláta málsmeðferð.“ Viðmælendur Elínrósar töldu allir að slaufunin myndi hafa áhrif á líf og lífsgæði þeirra til framtíðar. Flestir töldu að ekki væri búið að taka af þeim mannorðið en það væri hins vegar búið að „sletta“ verulega á það og mögulega verður varanlegur blettur á því. Mennirnir töldu sig allir eiga afturkvæmt í samfélagið en töldu þó að lífið væri breytt til frambúðar og aðgengi þeirra á vinnumarkaði væri takmarkaðra en áður. Einn úr hópnum komst þannig að orði: „Ég sit í þessari súpu svo lengi sem einhver ákveður að ég eigi að sitja í þessari súpu.“ Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn Í lokakafla ritgerðarinnar kemur fram að nokkrar erlendar rannsóknir hafi verið gerðar á slaufunarmenningu en engar slíkar hafa verið gerðar hér á landi. Innsýn í andlega heilsu og félagslega stöðu íslenskra karlmanna í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi er því ábótavant og ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum þar sem grundvöllur er fyrir íslenska karla sem orðið hafa fyrir slaufunarmenningu til að deila upplifun sinni og sjónarhorni. Þá vonast Elínrós vonast eftir að rannsóknin verði einhvers konar vitundarvakning fyrir þjóðfélagið í heild sinni um skaðsemi slaufunarmenningar og að úrbætur verði gerðar. „Slaufunarmenning í dag virðist einkennast af viðhorfinu „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ og veltir rannsakandi fyrir sér hvort það sé réttmæt aðferð þar sem hún stuðlar hvorki að heilun fyrir þolendur né betrun fyrir gerendur. Við sem samfélag þurfum að gera betur og finna einhvern jafnvægispunkt sem bæði þolendur og gerendur kynferðisofbeldis eru tiltölulega sáttir með. Endurkoma viðmælenda skiptir höfuðmáli þar sem einangrun sem þessi er skaðleg hvort sem það er andlega, félagslega eða fjárhagslega sem og kostnaðarsöm fyrir ríkið.“ Kynferðisofbeldi Reykjavík MeToo Háskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Maðurinn segist hafa átt erfitt með það að verða allt í einu „mállaus“ og geta ekkert sagt eða tjáð sig um málið þar sem andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið litað af viðhorfinu „við trúum þolendum.“ Slaufun hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar á ýmist andlega heilsu eða félagslega stöðu, sem og fjárhagslegar afleiðingar. Slaufunarmenning (e.cancel culture) gerir lítinn greinarmun á alvarleika brota og fá einstaklingar sömu refsingu þrátt fyrir ásakanir um ólík brot. Þörf er á frekari rannsóknum á slaufunarmenningu þar sem viðfangsefnið er fremur ný tilkomið í nútíma samfélagi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknar sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar fólst í að fá innsýn inn í aðstæður og reynslu einstaklinga sem orðið hafa fyrir slaufun og skilja hvaða áhrif slaufunarmenning hefur á þá sem verða fyrir henni. Í tengslum við rannsóknina tók Elínrós viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem eiga það allir sameiginlegt að vera eldri en 18 ára, búsettir á höfuðborgarsvæðinu og að hafa verið „slaufaðir“ í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi á opinberum vettvangi. Enginn aðdragandi Allir viðmælendur Elínrósar áttu það sameiginlegt að það að lenda í slaufunarmenningu kom þeim virkilega á óvart. Einn viðmælandi orðaði það þannig: „Þetta var bara algjört sjokk“ og annar sagðist hafa verið „alveg í mínus.“ Þá höfðu flestir viðmælendurnir upplifað lítinn sem engan aðdraganda að slaufuninni og uppgötvuðu fyrst hvað væri að eiga sér stað á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Flestir þeirra áttu þá ósk að setjast niður og ræða við þá sem málið snertir, biðjast afsökunar og fá einhverja lendingu í málinu. Einn úr hópnum lýsti því hvernig honum fannst hann standa algjörlega einn í fyrstu. Allir viðmælendur rannsóknarinnar voru spurðir hvernig þeim leið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Áttu margir hverjir erfitt með að lýsa því.Getty „Þegar þú lendir í svona, í fyrsta lagi ertu algjörlega einn í raun og veru. Það er enginn, það er ekkert. Þú færð ekkert upplýsingabækling frá Tryggingastofnun um hvernig þú eigir að bregðast við þessu. Þú ert alltaf að mæta einhverju nýju. Það hefur enginn gert þetta, það veit enginn hvernig á að gera þetta, það eru engar reglur um þetta. Þetta er bara „basically“ í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin.“ Morðhótanir og lygasögur Þegar rætt var við mennina um áreiti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum kom í ljós að þeir höfðu allir orðið fyrir miklu áreiti á þeim vettvangi í kjölfar slaufunarinnar. Nokkrir úr hópnum hættu að fara inn á samfélagsmiðla og að skoða fjölmiðla þegar umræðan var sem hæst og einfaldlega lokuðu aðgangi sínum á Twitter og öðrum miðlum tímabundið. Með tímanum fækkaði „gusunum“ og flestir viðmælendur opnuðu aðganginn sinn aftur. Ummæli á samfélagmiðlum og fjölmiðlum voru misgróf. Einn viðmælandi sagði að mörg af þeim ummælum sem birtust um hann hafi verið „bókstaflega glæpsamleg.“ „Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðslega orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig.“ Þegar viðmælendur voru spurðir um hvort þeir hefðu orðið fyrir áreiti er þeir voru á meðal almennings voru svör þeirra misjöfn. Tveir af fjórum höfðu ekki orðið fyrir neinu áreiti er þeir voru á meðal fólks og annar þeirra minntist jafnvel á að ókunnugir hefðu nálgast hann á förnum vegi og sýnt honum stuðning. Hinir viðmælendurnir tveir lýstu hins vegar áreiti sem þeir höfðu orðið fyrir, allt frá óþægilegum ummælum í garð þeirra yfir í líkamlegt ofbeldi. Annar þeirra rifjaði upp þegar hann var úti í göngutúr og einhver hrópaði orðið „nauðgari!“ á eftir honum, út um glugga á blokk. Skömm og niðurlæging Fram kemur í ritgerð Elínrósar að út frá samtölum við mennina fjóra sé ljóst að slaufunin hafði víðtæk áhrif á líðan og líf þeirra almennt. Þegar viðmælendur voru spurðir hvernig þeim leið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi áttu margir hverjir erfitt með að lýsa því. Tilfinningar sem mennirnir greindu frá voru ýmist skömm, niðurlæging, vonleysi, kvíði, niðurbrot og mikil vanlíðan. Þá sögðust þrír þeirra hafa átt erfitt með að fara út úr húsi fyrst um sinn þar sem niðurlægingin var svo mikil og þeir óttuðust að vera litnir hornauga. Einn úr hópnum lýsti því þannig að í hvert sinn sem hann heyrði símann hringja hafi hann upplifað eins og hann væri „kýldur í magann.“ „Af því ég hugsaði bara „Ókei þetta er ný frétt, ný ásökun, þetta er eitthvað nýtt, það er eitthvað búið að versna, það er einhver ný þróun.“ Allir viðmælendurnir í rannsókn Elínrósar urðu atvinnulausir í kjölfar slaufunarinnar en misjafnt var hvort viðmælendur sögðu sjálfir upp, var sagt upp eða voru sendir í tímabundið leyfi en þeir sem fóru í tímabundið leyfi snéru ekki aftur til starfa. Sumir þeirra höfðu misst vinnuna þar sem atvinnurekendur sem og samstarfsfólk var margt hvert hrætt við umræðuna sem var að skapast. Þá voru flestir þeirra óvinnufærir sökum vanlíðunar í kjölfar ásakana. Aðeins einn viðmælandi var kominn með vinnu aftur þegar viðtal var tekið við hann. Störf viðmælenda voru fjölbreytt og á ólíkum vettvöngum samfélagsins en þrátt fyrir það var upplifun þeirra svipuð. Árás á alla fjölskylduna Fram kemur að slaufunin hafði einnig áhrif á aðstandendur viðmælendanna, hvort sem um var að ræða foreldra, maka, börn eða vini. Einn viðmælandinn greindi frá því að vinir hans urðu fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum og að „hjólað“ var í þá fyrir að eiga í samskiptum við viðmælenda. Annar úr hópnum upplifði að vinir hættu að tala við sig í kjölfarið, þorðu ekki að vera nálægt honum og það hafi verið sett mikil „pressa“ á vini hans eftir slaufunina. Það olli því að hann missti „alveg slatta“ af vinum í kjölfarið. Þá sagði einn úr hópnum að um væri að ræða „ árás á alla fjölskylduna“: „Þetta hefur bein áhrif á hana og hennar afkomu líka. Öll svona tækifæri sem standa okkur til boða eru núna takmarkaðri. Þetta er tvímælalaust árás á saklausa konu líka og börnin okkar. Þetta hefur áhrif á allt.“ Þegar kom að börnum viðmælenda þurftu sumir þeirra að eiga samtöl við börnin sín um stöðu mála. Einn viðmælandinn sagði börnin sín hafa tekið þessu „ótrúlega vel“ en en málið fengi samt á þau. Hann ráðfærði sig meðal annars við fjölskylduráðgjafa og barnasálfræðing þegar kom að því að taka samtal um málið við yngstu dótturina. Þá sagðist annar úr hópnum hafa átt opnar samræður við börnin sín um málið og út frá því hafi fjölskyldan þjappast betur saman. „Við tókum alla krakkana saman bara og fórum yfir málin og ræddum þetta.“ Þrátt fyrir að þetta hafi reynst þeim erfitt voru allir viðmælendurnir þó sammála um að stuðningur frá fjölskyldu hafi verið mikill og að fjölskyldan væri sterkari í dag en áður. Allir viðmælendur rannsóknarinnar höfðu leitað sér einhvers konar sérfræðiaðstoðar í kjölfar þess að verða fyrir slaufunarmenningu hvort sem það var hjá sálfræðingi, ráðgjafa, áfallafræðingi, lögfræðingi, fjölskylduráðgjafa, sjálfshjálparsamtökum eða presti. Þeir viðmælendur sem leituðu sér aðstoðar hjá sálfræðingi sögðust flestir enn mæta reglulega til hans til að „herða skrúfurnar.“ Mennirnir töldu allir að slaufunin myndi hafa áhrif á líf og lífsgæði þeirra til framtíðar.Getty Lágmarks mannréttindi að fá réttláta málsmeðferð Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar mögnuðu umræðuna mikið upp að mati viðmælendanna og töldu þeir því ábyrgð fjölmiðla vera mikla í málum sem þessum. Þá töldu þeir að fjölmiðlar hefðu brugðist að einhverju leiti er þeir fjalla um slaufunarmenningu. „Fjölmiðlar eru búnir að tromma upp þennan dómstól“ sagði einn viðmælandi og annar tók undir og taldi fjölmiðla hafa ýtt undir slaufunarmenningu með því að gefa hlutum sem eru ósannir vægi. Slíkt væri hins vegar hluti af „leiknum.“ „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Viðmælendur sögðu umræðuna um kynferðisofbeldi vera mikilvæga en töldu að einhliða frásagnir og ásakanir ættu ekki að vera nóg til refsingar. Því töldu þeir að þörf væri á einhvers konar verkferlum sem farið væri eftir í málum sem þessum. Helmingur viðmælenda taldi að ásökun ein og sér ætti ekki að vera nóg til að refsingum sé beitt og sögðu það vera „ágmarks mannréttindi að fá réttláta málsmeðferð.“ Viðmælendur Elínrósar töldu allir að slaufunin myndi hafa áhrif á líf og lífsgæði þeirra til framtíðar. Flestir töldu að ekki væri búið að taka af þeim mannorðið en það væri hins vegar búið að „sletta“ verulega á það og mögulega verður varanlegur blettur á því. Mennirnir töldu sig allir eiga afturkvæmt í samfélagið en töldu þó að lífið væri breytt til frambúðar og aðgengi þeirra á vinnumarkaði væri takmarkaðra en áður. Einn úr hópnum komst þannig að orði: „Ég sit í þessari súpu svo lengi sem einhver ákveður að ég eigi að sitja í þessari súpu.“ Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn Í lokakafla ritgerðarinnar kemur fram að nokkrar erlendar rannsóknir hafi verið gerðar á slaufunarmenningu en engar slíkar hafa verið gerðar hér á landi. Innsýn í andlega heilsu og félagslega stöðu íslenskra karlmanna í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi er því ábótavant og ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum þar sem grundvöllur er fyrir íslenska karla sem orðið hafa fyrir slaufunarmenningu til að deila upplifun sinni og sjónarhorni. Þá vonast Elínrós vonast eftir að rannsóknin verði einhvers konar vitundarvakning fyrir þjóðfélagið í heild sinni um skaðsemi slaufunarmenningar og að úrbætur verði gerðar. „Slaufunarmenning í dag virðist einkennast af viðhorfinu „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ og veltir rannsakandi fyrir sér hvort það sé réttmæt aðferð þar sem hún stuðlar hvorki að heilun fyrir þolendur né betrun fyrir gerendur. Við sem samfélag þurfum að gera betur og finna einhvern jafnvægispunkt sem bæði þolendur og gerendur kynferðisofbeldis eru tiltölulega sáttir með. Endurkoma viðmælenda skiptir höfuðmáli þar sem einangrun sem þessi er skaðleg hvort sem það er andlega, félagslega eða fjárhagslega sem og kostnaðarsöm fyrir ríkið.“
Kynferðisofbeldi Reykjavík MeToo Háskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira