Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Jim Gottfridsson vildi sem minnst segja um rútumálið. Samsett/Getty Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg. HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg.
HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira