Sport

Geitungur lét snóker­spilara ekki í friði í Ally Pally

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Williams lét ekkert stoppa sig, hvorki andstæðingin né geitung með mikinn íþróttaáhuga.
Mark Williams lét ekkert stoppa sig, hvorki andstæðingin né geitung með mikinn íþróttaáhuga. Getty/Alex Pantling

Það er auðvitað mikið taugastríð í gangi þegar menn keppa fyrir framan sjónvarpsvélarnar á stórmótum í snóker en Mark Williams þurfti að glíma við meira áreiti en vanalega í leik sínum á móti David Gilbert í fyrstu umferð Mastersmótsins í Alexandra Palace.

Williams vann leikinn á endanum 6-2 og mætir heimsmeistaranum Ronnie O’Sullivan í næst umferð.

Williams ætti að vera klár í flest í þeim leik eftir glímu sína við geitung í miðjum leiknum á móti Gilbert.

Williams ætlaði bara að slá geitunginn í burtu og halda áfram leik en þessi geitingur hafði einstaklega mikinn áhugi á snókerkappanum.

Mótið fer fram í Alexandra Palace eða sömu höll og hýsti heimsmeistaramótið í pílukasti. Þar var geitungur líka að angra keppendur og líklegast er um sama að ræða eða minnsta kosti einhvern ættingja hans.

Það er því greinilega mikill íþróttaáhugi í þeirri geitingafjölskyldu.

Hér fyrir neðan má sjá fyndið myndband af þessari heimsókn geitungsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×