Handbolti

Segir Íslendinga besta í heimi í einvígum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson er einn þeirra sem getur tætt í sig varnir andstæðingana einn síns liðs. Hér er hann búinn að gera einmitt það gegn portúgal á EM í fyrra.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er einn þeirra sem getur tætt í sig varnir andstæðingana einn síns liðs. Hér er hann búinn að gera einmitt það gegn portúgal á EM í fyrra. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images

Fábio Magalhães, leikmaður portúgalska handboltalandsliðsins, segir leikmenn íslenska liðsins vera besta í heimi þegar kemur að einvígum á handboltavellinum.

Þetta segir Magalhães í samtali við portúgalska handknattleikssambandið, en eins og alþjóð veit mætast þjóðirnar í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta annað kvöld. 

Aðspurður um leikinn sagði Magalhães að íslenska liðið væri líklega það sterkasta í D-riðli. Hann bætir einnig við að portúgalska liðið hafi undirbúið sig vel og að hann telji liðið betra en fyrir ári síðan þegar Íslendingar unnu fjögurra marka sigur gegn Portúgölum á EM, 28-24.

„Ísland er líklega sterkasta liðið í riðlinum. Þeir eru bestir í heimi í einvígjum. Þeir eru aggressívir varnarlega, með góða markmenn og hornamenn. Við erum búnir að vera að undirbúa okkur og ég tel okkur vera betri en fyrir ári síðan,“ sagði Magalhães.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×