„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 13:01 Allir eru heilir hvað kórónuveiruna varðar en næsta próf eftir riðlakeppnina hangir yfir liðinu sem er illa brennt eftir fjölmörg smit á EM fyrir ári síðan. Getty Images Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Sjá meira
Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Sjá meira