Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 08:00 Logi Geirsson lék lengi með Lemgo. getty/Christof Koepsel Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking. Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira